

Segðu þína sögu - nýtt námskeið í okt.
Um námskeiðið
Námskeið í frásagnarlist þar sem þú lærir að segja sögur úr eigin lífi á áhrifaríkan hátt.
– þín saga, þín upplifun, þitt sjónarhorn.
Þú kynnist sjö meginreglum frásagnarlistar, færð verkfæri til að grípa áheyrendur frá fyrstu sekúndu og lærir að móta sögu sem hefur djúp áhrif. Þú munt fara heim með eina fullmótaða sögu tilbúna fyrir svið, fleiri hugmyndir til framtíðar og aukið sjálfstraust og hugrekki til að koma fram.
Námskeiðið fer fram í Tjarnarbíó
Þriðjudaginn 14.okt kl. 18:00-21:00.
Þriðjudaginn 21.okt kl. 18:00-21:00.
Þriðjudaginn 28.sept kl. 18:00-21:00.
Fimmtudaginn 30.sept kl. 18:00-21:00.
Þriðjudagur 7. nóv kl. 18:00-19:00
-undirbúningur fyrir Sögustund í forsal Tjarnarbíós
19:30-21:30-Sögustund í Forsal Tjarnarbíós.
Hvernig fer þetta fram?
Í fyrri hluta námskeiðsins leggjum við áherslu á sögustundir þar sem hver og einn fær að deila sögum úr eigin lífi. Við tökum þátt í alls konar skapandi og skemmtilegum æfingum sem hrista hópinn saman, efla sjálfstraust og hjálpa til við að losa um sviðsskrekkinn.
Í seinni hlutanum veljum við eina sögu, mótum hana og prófum ólíkar leiðir til að styrkja frásögnina.
Að loknu námskeiðinu flytur þú þína persónulegu sögu á hlýlegum opnum viðburði í forsal Tjarnarbíós þann 7. nóvember, þar sem áhorfendur fá að hrífast með og upplifa töfra frásagnarlistarinnar.
Fyrir hvern?
Fyrir þig sem þráir að verða betri í að koma fram, hrista af þér feimnina og stíga inn í sviðsljósið. Fyrir alla sem vilja ögra sér, láta röddina heyrast og koma fram af meira sjálfstrausti – og hafa gaman af því.
Nemendur eru hvattir til að sækja um styrk hjá sínu stéttarfélagi til að fá niðurgreitt námskeiðagjaldið.
Skráning er hafin, takmarkað pláss í boði.
Nánari uppýsingar á www.segduthinasogu.is