Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Verkstjóri þjónustumiðstöðvar

Sveitarfélagið Árborg leitar að metnaðarfullum eintaklingi í starf verkstjóra þjónustumiðstöðvar. Starfsstöðin er til húsa að Austurvegi 67.

Þjónustumiðstöð gegnir lykilhlutverki í þjónustu sveitarfélagsins til íbúa og viðskiptavina. Þjónustumiðstöðin sér um allan daglegan rekstur og umhirðu í sveitarfélaginu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi stjórnunarstarf í síbreytilegu umhverfi.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa tæplega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkstjóri annast daglegan rekstur þjónustumiðstöðvar í samráði við deildarstjóra
  • Stýrir verkum starfsmanna þjónustumiðstöðvar
  • Starfssvið er m.a. við gatnaviðhald, snjómokstur, þjónustu við stofnanir, hreinsun bæjarlands og samskipti við íbúa.
  • Samhæfir verkefni með öðrum deildum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla eða menntun í stjórnun er æskileg 
  • Góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góða hæfni í íslensku og ensku
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Góð tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð3. maí 2024
Umsóknarfrestur23. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Austurvegur 67, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar