Embætti landlækis
Embætti landlækis

Lögfræðingur á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.

Helstu hlutverk sviðsins eru eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum; gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu; rannsókn kvartana vegna heilbrigðisþjónustu og rannsókn alvarlegra óvæntra atvika í heilbrigðisþjónustu.

Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á trausta lögfræðilega þekkingu, sjálfstæði og öguð vinnubrögð. Leitað er að áhugasömum og sveigjanlegum einstaklingi sem hefur frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Utanumhald og almenn umsýsla kvartana vegna heilbrigðisþjónustu.

  • Stjórnsýslu- og lögfræðilegt utanumhald og ábyrgð á málum sem heyra undir sviðið með áherslu á kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu.

Önnur verkefni:

  • Ritun stjórnsýsluákvarðana.

  • Lögfræðileg ráðgjöf innan sviðsins og embættisins.

  • Þátttaka í gæða- og umbótavinnu sviðsins.

  • Þátttaka í stefnumótunarvinnu embættisins og ritun umsagna um t.d. lagafrumvörp.

  • Samskipti við íslensk stjórnvöld og stofnanir.

  • Önnur verkefni að beiðni landlæknis og sviðsstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.

  • Þekking og reynsla innan heilbrigðisþjónustunnar er æskileg.

  • Frekara nám sem nýtist í starfi er kostur.

  • Mjög góð þekking á stjórnsýslurétti.

  • Að minnsta kosti eins árs reynsla af lögfræðistörfum eftir embættis- eða meistarapróf, lögfræðireynsla innan stjórnsýslunnar er kostur.

  • Reynsla af ritun stjórnsýsluákvarðana í eftirlits-, kvartana- og kærumálum eða hliðstæðum málum er kostur.

  • Mjög gott vald á talaðri og ritaðri íslensku.

  • Gott vald á talaðri og ritaðri ensku.

  • Vönduð og áreiðanleg vinnubrögð.

  • Hæfni og lipurð í samskiptum.

  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni, öguð og sjálfstæð vinnubrögð.

Auglýsing stofnuð29. mars 2024
Umsóknarfrestur29. apríl 2024
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar