Reiknistofa lífeyrissjóða
Reiknistofa lífeyrissjóða

Hugbúnaðarsérfræðingur

Reiknistofa lífeyrissjóða hf. (RL) leitar að hugbúnaðarsérfræðingi til þess að starfa með samhentum hópi sérfræðinga á sviði þróunar og rekstrar. Framundan eru spennandi verkefni við framþróun lausna félagsins og mun viðkomandi leika mikilvægt hlutverk í þeim verkefnum. Starfið veitir tækifæri til að hafa áhrif á framtíðarþróun á stóru og mikilvægu kerfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun og þróun á hugbúnaðarlausnum félagsins.
  • Þátttaka í mótun og framfylgni á tæknilegri framtíðarsýn.
  • Greining og vinnsla á gögnum.
  • Hönnun og útfærsla á verkferlamiðuðu viðmóti.
  • Smíði á vefþjónustum.
  • Samskipti við viðskiptavini og notendur í tengslum við hugbúnaðarlausnir.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
  • Reynsla af fjölbreyttu tækniumhverfi er kostur.
  • Reynsla af fjármálamarkaði er kostur.
  • Hæfni í samskiptum, jákvæðni, þjónustulund og geta til að vinna í teymi.
  • Samviskusemi, áreiðanleiki, vandvirkni og öguð vinnubrögð.
Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur7. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hlíðasmári 4, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar