Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

Verkefnastjóri kynningar- og fræðslu

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi leitar eftir verkefnastjóra kynningar- og fræðslu með sérstaka áherslu í skóla- og ungmennaverkefnum frá og með 1. september 2024. Starfshlutfallið er um 80% með möguleika á hækkun eftir ákveðinn tíma í starfi. Við leitum að úrræðagóðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem er óhræddur við að takast á við fjölbreytt verkefni. Um er að ræða spennandi starf sem réttur einstaklingur getur tekið þátt í að móta og þróa áfram.

Helstu verkefni og ábyrgð

·    Auka þekkingu og skilning almennings á málefnum Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamvinnu.

·    Kynning og miðlun efnis t.d. á vefsíðu og samfélagsmiðlum.

·    Ábyrgð og umsjón með UNESCO-skólum ásamt öðrum ungmennaverkefnum.

·     Samskipti og samvinna við alla hagaðila skóla- og ungmennaverkefna. 

·      Mats-, áætlana-, og skýrslugerð í tengslum við skóla- og ungmennaverkefni.

·    Skipulagning og þátttaka í viðburðum, meðal annars kynning og fræðsla á vettvangi       menntunar.

·      Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

·       Brennandi áhugi á málefnum barna og ungmenna, heimsmarkmiðanna og alþjóðlegri samvinnu.

·       Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.

·       Aðlögunarhæfni og framúrskarandi hæfni í samskiptum skilyrði.

·       Reynsla á sviði verkefnastjórnunar, miðlunar- og kynningarmála er kostur.

·       Reynsla á sviði menntunar, kennslu og rannsókna er kostur.

·       Gott vald á íslensku og ensku.

Fríðindi í starfi

·       Sveigjanlegur vinnutími.

·       Fjölskylduvænt umhverfi.

Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur27. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Sigtún 42, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.Framkoma/FyrirlestarPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.InstagramPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.TwitterPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar