Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi við Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa í 80-100% stöðu.

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva skóli í Borgarfirði og frá haustinu 2024 verða um 30 nemendur í 1.-5. bekk Hvanneyri, um 95 nemendur í 1.-10. bekk á Kleppjárnsreykjum og um 30 nemendur í 1.-4. bekk á Varmalandi.

Grunnskóli Borgarfjarðar er teymiskennsluskóli þar sem kennarar vinna í teymi með samkennslu tveggja til fjögurra árganga. Þroskaþjálfi vinnur með teymunum. Skólinn vinnur eftir gildum heilsueflingar og grænfána og er leiðtogaskóli. Nánar um stefnu skólans er á heimasíðunni www.gbf.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi vinnur í nánu samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa og foreldra/forráðamenn nemenda í samráði við deildarstjóra.
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Vinnur að áætlanagerðum, þ.m.t. skólanámskrá, bekkjaráætlunum og einstaklingsáætlunum í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á
  • Gerir færni-, þroska- og námsmat í samráði/samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á
  • Skipuleggur þjálfunaraðstæður, velur/útbýr þjálfunar- og námsgögn og fylgir eftir settum markmiðum. Metur árangur og endurskoðar markmið í samstarfi við samstarfsaðila
  • Fjölbreytt nálgun í þjálfun og umsjón með nemendum í samvinnu við kennara, deildarstjóra og foreldra.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Jákvæðni, sveigjanleika og góða samskiptahæfni.
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH) er æskileg
  • Reynsla af teymisvinnu æskileg
  • Gott vald á íslensku máli.
 
Auglýsing stofnuð6. maí 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Kleppjárnsreykir lóð , 320 Reykholt í Borgarfirði
Hvanneyri, 311 Hvanneyri
Varmaland-skóli 134934, 311 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar