SSH
SSH
SSH

Svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins

Við hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) erum að leita að öflugum einstakling í starf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins.

Um er að ræða spennandi starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi fyrir einstakling með góða menntun og reynslu og brennandi áhuga á skipulagsmálum. Þá gefst tækifæri á að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem varða umhverfis- og skipulagsmál sveitarfélaganna líkt og hjólreiðar, loftslagsmál, vatnsvernd, samgöngusáttmála, útivist og hringrásarhagkerfið.

Svæðisskipulagsstjóri starfar með Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og sér um framgang og úrvinnslu mála sem tengjast svæðisskipulagi. Þá sinnir svæðisskipulagsstjóri fjölbreyttum verkefnum sem tengjast samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnsýsla og málsmeðferð skipulagsmála.
  • Undirbúningur funda, áætlanagerð, verkaskipting, eftirlit, umsjón og framfylgd verkefna.
  • Verkefnastýring og samskipti við ráðgjafa og verkefnastjóra.
  • Umsjón með uppbyggingu og viðhaldi gagnagrunna.
  • Gerð umsagna við lagafrumvörp eða stefnumörkun ríkisins.
  • Stýring og þátttaka í starfshópum fyrir hönd SSH svo sem á vettvangi sóknaráætlunar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Uppfylla hæfisskilyrði skipulagsfulltrúa skv. 1. eða 2. tölulið 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist við starfið, s.s. í byggingafræði, skipulagsfræðum, arkitektúr, landslagsarkitektúr eða verkfræði er kostur.
  • Farsæl reynsla og þekking á skipulagsmálum.
  • Farsæl reynsla og þekking á stýringu verkefna.
  • Reynsla og þekking á stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga er kostur.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.
  • Framúrskarandi tölvukunnátta.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og lausnamiðuð hugsun.
  • Góð hæfni í rituðu og töluðu máli, bæði á íslensku og ensku.
Auglýsing stofnuð6. maí 2024
Umsóknarfrestur22. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Hamraborg 9, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SkipulagsfræðingurPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar