Orkustofnun
Orkustofnun
Orkustofnun

Sérfræðingur í vatnamálum

Orkustofnun leitar að framsæknum sérfræðingi til starfa á sviði sjálfbærrar auðlindanýtingar.

Meginábyrgðarsvið sérfræðingsins lýtur að stjórnsýslu vegna hagnýtingar grunnvatns og yfirborðsvatns á málasviði Orkustofnunar en markmið starfsins er að tryggja að hagnýting auðlinda sé í samræmi við viðmið sjálfbærrar þróunar og styðja við faglega mótun á umgjörð sjálfbærrar auðlindanýtingar á Íslandi.

Hér gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í að styrkja stoðir samfélagsins í takt við orkustefnu Íslands, með faglega ráðgjöf og framsýni að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leyfisveitingar og önnur stjórnsýsla vegna nýtingar vatnsauðlindarinnar á og undir jörðu 

  • Þátttaka í mótun stefnu og umgjarðar auðlindanýtingar í þágu þjóðar í samvinnu við stjórnendur og aðra sérfræðinga Orkustofnunar, stjórnvöld, almenning og hagaðila 

  • Samvinna um skipulags- og umhverfismál og rannsóknir á sviði auðlindanýtingar 

  • Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum og uppbyggingu innan sviðs sjálfbærrar auðlindanýtingar, m.a. leyfisveitingar og eftirlit 

  • Miðlun upplýsinga og þekkingar til sérfræðinga, stjórnvalda og almennings 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á meistarastigi á sviði jarðvísinda, umhverfisfræða, umhverfisverkfræði eða öðrum tengdum greinum sem nýtast í starfi
  • Þekking og reynsla af málaflokknum úr einkageira, háskólaumhverfi eða stjórnsýslu 
  • Reynsla af stjórnun verkefna og þverfaglegri samvinnu 
  • Hæfni í að setja fram skýr markmið og áætlanir og að ljúka verkefnum 
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni 
  • Frumkvæði, drifkraftur, skilvirkni, jákvæðni og faglegur metnaður 
  • Áhugi á að vinna í og taka þátt í að móta lifandi og metnaðarfullt starfsumhverfi
  • Áhugi á orku- og umhverfismálum og sjálfbærri auðlindanýtingu í víðu samhengi
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti er skilyrði
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg 
  • Þekking og reynsla á sviði stefnumótunar er kostur 
  • Færni í norðurlandamáli er kostur
 
Auglýsing stofnuð6. maí 2024
Umsóknarfrestur22. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Rangárvellir 216127, 603 Akureyri
Grensásvegur 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hönnun ferlaPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar