VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Atvinnulífstengill

VIRK leitar að metnaðarfullum einstaklingi / einstaklingum í starf atvinnulífstengils á skrifstofu VIRK í Reykjavík. Um er að ræða mjög krefjandi, fjölbreytt en jafnframt gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða þekkingu á atvinnulífi og fjölbreytta reynslu. Skilyrði er góð íslenskukunnátta.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mynda samband við og heimsækja fyrirtæki og stofnanir í þeim tilgangi að finna viðeigandi störf fyrir einstaklinga í starfsendurhæfingu
  • Ráðgjöf vegna einstaklinga í þjónustu og aðstoð við atvinnuleit
  • Samstarf við þverfagleg teymi og öflun og miðlun upplýsinga
  • Framfylgja verkferlum, annast skráningu og skýrslugerð
  • Veita fyrirtækjum sem ráða til sín einstaklinga í starfsendurhæfingu stuðning og samþætta þannig starfendurhæfingarferlið við atvinnuþátttöku
  • Umbóta- og þróunarstarf
Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Hagnýt starfsreynsla og mjög góð þekking á vinnumarkaði

Metnaður, frumkvæði og fagmennska

Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Ástríða fyrir því að starfa úti í samfélaginu og vera á ferðinni

Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund

Félagslyndi, frumkvæði og jákvætt viðmót

Þekking á IPS hugmyndafræðinni er kostur

Gott vald á íslensku og ensku ásamt góðri tölvukunnáttu

Auglýsing stofnuð2. maí 2024
Umsóknarfrestur12. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar