Mímir - símenntun
Mímir - símenntun
Mímir - símenntun

Menntastoðir fjarnám

Um námið

Menntastoðir er vinsæl námsbraut sem hefur veitt fjölda fólks ný tækifæri í námi. Nemendur eru mjög vel undirbúnir fyrir áframhaldandi nám. Þeir sem ljúka námi í Menntastoðum með tilskildum árangri geta sótt um í undirbúningsdeildir háskólanna, það er Keili, HR, Bifröst eða iðn- og tækninám. Hægt er að meta námið til framhaldsskólaeininga. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðri af Menntamálastofnun. 

Fjarnám

Námið samanstendur af sex sjö vikna lotum og eru kenndar tvær námsgreinar í hverri lotu ásamt námstækni. 

Nemendur ljúka námi á tveimur önnum. Lokapróf (stærðfræði, íslenska, enska) eru tekin í Mími eða á öðrum stað sem samið er um við verkefnastjóra. 

Uppbygging náms

Kenndar eru tvær námsgreinar í einu, samhliða námstækni. Námið spannar 2 annir. Útskrift er á vorönn 2025.

Námsgreinar

Smellið á námsgreinar til að fá nánari upplýsingar.

Hefst
21. ágúst 2024
Tegund
Fjarnám
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar